Christine Gísladóttir sýnir í Listagjá í Bókasafns Árborgar, kyrralífs ljósmyndir og litla ljósmyndabók, af íslenskum plöntum og gömlum munum myndað í eyðibýlum. Þessi sýning er hluti af lokaverkefni hennar úr Ljósmyndaskólanum en hún útskrifaðist þaðan í febrúar sl.
Verkið heitir Augnablik og er óður til horfinna tíma, unnið undir áhrifum frá gömlu hollensku listmálurunum eins og Vermeer, Rembrandt og einnig eftir japanskri heimsspeki sem leitar eftir fegurðinni í ófullkomleikanum og það sem tíminn hefur mótað og skilið eftir hjá okkur.
Sýningin er opin á sama tíma og Bókasafnið frá kl. 10 – 18 á virkum dögum og frá kl. 11 – 14 á laugardögum.