Fræðslunetið, símenntun á Suðurlandi var með tvö myndlistarnámskeið skólaárið 2013 til 2014. Í þessum myndlistarhópum voru: Ásthildur Ingvarsdóttir, Ásdís Henný Pálsdóttir, Baldvin Eggertsson, Sigríður Erna Kristinsdóttir, Hörður Björnsson, Kristín Þóra Albertsdóttir. Leiðbeinandi á námskeiðunum var Herborg Auðunsdóttir.
Listaverk þessa hóps er nú til sýnis í Listagjánni og ber yfirskriftina Litbrigði. Þessi sýning er í samstarfi við List án landamæra sem haldin er um land allt. Sýningin verður opin til 15. maí á sama opnunartíma og Bókasafnið.
