Hið árlega teboð Bókasafns Árborgar var haldið laugardaginn 26. apríl. Afar vel heppnað teboð þar sem konur mættu í fallegum sumarkjólum með fallega bolla að hlusta á erindi um Shakespeare sem hefði orðið 450 ára. Kristín Runólfsdóttir og Guðfinna Gunnarsdóttir fluttu erindið og lásu upp sonnettur eftir Shakespeare á ensku og íslensku. Við fengum fallegt fiðluspil frá Karítas Birnu Eyþórsdóttur sem er nemandi við Tónlistarskóla Árnesinga og erindi um sérstöðu sumardagsins fyrsta sem var í höndum Rósu Traustadóttur. Afskaplega skemmtilegur dagur þar sem sólin lék við hvurn sinn fingur. Við þökkum öllum þeim sem litu við og nutu með okkur.
