You are currently viewing Teboð til heiðurs Shakaspeare og sumrinu

Teboð til heiðurs Shakaspeare og sumrinu

Hið árlega teboð Bókasafns Árborgar var haldið laugardaginn 26. apríl.  Afar vel heppnað teboð þar sem konur mættu í fallegum sumarkjólum með fallega bolla að hlusta á erindi um Shakespeare  sem hefði orðið 450 ára.  Kristín Runólfsdóttir og Guðfinna Gunnarsdóttir fluttu erindið og lásu upp sonnettur eftir Shakespeare á ensku og íslensku. Við fengum fallegt fiðluspil frá  Karítas Birnu Eyþórsdóttur  sem er nemandi við  Tónlistarskóla Árnesinga og erindi um sérstöðu sumardagsins fyrsta sem var í höndum Rósu Traustadóttur. Afskaplega skemmtilegur dagur þar sem sólin lék við hvurn sinn fingur. Við þökkum öllum þeim sem litu við og nutu með okkur.