ÞRJÁR KONUR, ÞRJÁR BÆKUR.

Upplestur höfunda, á Bókasafni Árborgar – Selfossi,  27. nóvember næstkomandi frá klukkan 20:00 til 21:30.

Þrír ólíkir rithöfundar sem kunna þá list að halda lesendum sínum föngnum. Bækur sem þú leggur ekki frá þér fyrr en að lestri loknum!

ANDSTÆÐUR höfundur Guðrún Sigríður Sæmundsen.

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi.
Bókin fjallar um forréttindi og jaðarhópa, mannréttindi og mannlega reisn, græðgi og fíkn. Rödd vændiskonunnar er sérstaklega vel útfærð og er rödd sem samfélagið þarf að heyra.

MOJFRÍÐUR EINKASPÆJARI höfundur Marta Eiríksdóttir.

Ástin er eina hættan í þessari spæjarasögu sem fjallar um Mojfríði sem hefur þá iðju að njósna um eiginmenn í framhjáhaldi. Bók sem kitlar hláturtaugar lesenda af báðum kynjum.

HÓFÍ höfundur Monika Dagný Karlsdóttir.

Bókin um Hófí fjallar á fallegan hátt um íslenskan fjárhund sem Monika átti sjálf en hún hefur skrifað tvær barnabækur um Hófí sem þegar hafa verið þýddar á fleiri tungumál og útlendingar sýna mikinn áhuga.

Bækurnar eru allar gefnar út af Draumsýn, bókaforlagi. 

 

Hlökkum til að sjá ykkur 🙂