Klippt og skorið í Listagjánni

Spennandi sýning listakonunnar Guðnýjar Guðmundsdóttur er í fullum gangi um þessar mundir í Listagjánni. Guðný hefur síðan 2006 stundað klippilist og safnar litauðugum myndabútum úr tímaritum. Hún hefur sérstaka aðferð í list sinni sem felst í röðun lita og blæbrigða og að hennar sögn varðveitir sérhver mynd örlítinn þátt af sál hennar og tilveru. Þessi aðferð nefnist „collage“ en orðið er dregið af franska orðinu „coller“ sem merkir „að líma“. Það voru George Braque og Pablo Picasso sem fundu orðið upp en klippiverk voru þá orðin áberandi þáttur í nútímalist. 
Sýningin stendur yfir til 30. apríl.