Vor í Árborg á Bókasafni Árborgar – Selfossi

Það verður líf og fjör hjá okkur á bókasafninu á Sumardaginn fyrsta þann 20. apríl næstkomandi. Gleðin hefst á hádegi þegar Siggi Jóns opnar sýningu sína Vinnugleði í Listagjánni.

 Sigurður Jónsson er fæddur 1948 og er Selfyssingum að góðu kunnur. Hann  fór að mála eftir mikið áfall sem hann varð fyrir í lok árs 2007 þegar hann  lamaðist hægra megin í  líkamanum. Hann málar með vinstri hendi en var  rétthentur fyrir áfallið. Sigurður byrjaði að  mála á steina en í dag málar  hann einnig á striga. Sýning Sigurðar heitir, eins og áður    segir, Vinnugleði og opnar kl. 12:00 á Sumardaginn fyrsta í Bókasafni  Árborgar.

 

Bókin Heiða : fjalldalabóndinn var ein vinsælasta bókin árið 2016, bæði í   sölu og á söfnum. Þær Steinunn  Sigurðardóttir og Heiða Guðný  Ásgeirsdóttir munu mæta á svæðið klukkan 13:00 og spjalla  um tilurð  bókarinnar  og lesa úr kaflanum um vorið. 

 

 

 

Laugardaginn 22. apríl heldur gleðin áfram en þá mæta Söngfuglar að sunnan og syngja okkur inn í vorið kl. 13:20. 

Söngfuglar að sunnan er tónlistarverkefni Unnar Birnu Bassadóttur og Ásbjargar Jónsdóttur. Með þeim spilar Jóhann Vignir Vilbergsson. Lögin eru samin af þeim við ljóð skálda af Suðurlandi. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.  Aðgangur er ókeypis og við hvetjum ykkur til að mæta og hlusta á flutning þeirra.

 

 

 

Hlökkum til að sjá ykkur með sól í hjarta á Vor í Árborg.

 

 

Á döfinni

 • Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2017

  Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2017

  Handhafar barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2017 eru: Linda Ólafsdóttir fyrir myndskreytingu í Íslandsbók barnanna, Halla Sverrisdóttir fyrir þýðingu sína á Innan múranna og Ragnheiður Eyjólfsdóttir fyrir bestu frumsömdu bókina, Skuggasögu – Undirheima.

 • Tvöfalt gler eftir Halldóru Thoroddsen hlýtur verðlaun Evrópusambandsins 2017

  Tvöfalt gler eftir Halldóru Thoroddsen hlýtur verðlaun Evrópusambandsins 2017

  Rithöfundurinn Halldóra K. Thoroddsen hlýtur Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins í ár fyrir skáldsögu sína Tvöfalt gler (2016). Í bókinni leitar Halldóra á nýjar slóðir bæði í efnistökum og stíl, og veitir meðal annars innsýn í viðfangsefni sem sjaldan er fjallað um ...

 • Vor í Árborg á Bókasafni Árborgar – Selfossi

  Það verður líf og fjör hjá okkur á bókasafninu á Sumardaginn fyrsta þann 20. apríl næstkomandi. Gleðin hefst á hádegi þegar Siggi Jóns opnar sýningu sína Vinnugleði í Listagjánni.  Sigurður Jónsson er fæddur 1948 og er Selfyssingum að góðu kunnur. Hann ...

 • Sögustund með Kiddý kl. 10:30 alla fimmtudagsmorgna

  Sögustund með Kiddý kl. 10:30 alla fimmtudagsmorgna

 • Gréta Gísladóttir sýnir í Listagjánni

  Gréta Gísladóttir sýnir í Listagjánni

  Sýning Listagjárinnar í marsmánuði heitir Dagdraumar. Það er Gréta Gísladóttir sem sýnir okkur verk sín en sýningin samanstendur af lagskiptum acrylmálverkum. Alveg frá því að Gréta man eftir sér hefur hún gleymt sér í eigin dagdraumum, í dag nýtir hún ...