Sumarkoma, Shakespeare og Teboð

Sumarkoma, Shakespeare og Teboð

Vorsýning  Bókasafns  Árborgar á Vori í Árborg verður tileinkuð  Sumardeginum fyrsta, þennan fallega sið að bjóða sumarið velkomið á undan vorinu. Hið árlega Teboð verður haldið laugardaginn 26. apríl kl. 13.30. Tónlist, te, sonnettur og sögur.

Nú biðlum við til ykkar kæru lánþegar  að lána okkur skemmtilegar myndir teknar á Sumardaginn fyrsta,  saga má gjarnan fylgja myndunum.  Shakespeare á 450 ára afmæli  þennan dag og fær  sinn sess á sýningunni.

Hápunktur sýningarinnar verður hið árlega Teboð sem nú verður í anda Sumardagsins fyrsta, sumarlegir kjólar og hattar. Konur verða í aðalhlutverki og fá að sitja við háborðið meðan karlmennirnir verða á kantinum og fylgjast með. Komdu með fallegan tebolla og fáðu aðgöngumiða og sæti í teboðið.

Á döfinni

 • Bókamarkaður í Listagjánni

  Bókamarkaður í Listagjánni

  Glæsilegur bókamarkaður í Listagjá Bókasafns Árborgar á Selfossi. Hægt að fá alls konar bækur á hlægilegu verði, einnig ljóð og fágæti sem er sérmerkt. Sjón er sannarlega sögu ríkari, verið velkomin.

 • Leyndardómur á Bókasafni Árborgar Selfossi

  Leyndardómur á Bókasafni Árborgar Selfossi

  Í tilefni af Leyndardómum Suðurlands opnar glæsilegur bókamarkaður í Listagjá Bókasafns Árborgar á Selfossi, föstudaginn 28. mars. Þar verður hægt að finna ýmsar perlur gamlar og nýjar á góðu verði. Bókamarkaðurinn verður opinn á opnunartima safnsins.

 • Upp er runninn öskudagur, ákaflega skýr og fagur…..

  Upp er runninn öskudagur, ákaflega skýr og fagur.....

  Mikið af kynlegum verum verða á sveimi í dag, að leita sér að einhverju góðgæti! Til þess að fá eitthvað fyrir sinn snúð er nauðsynlegt að syngja fagran brag:)  

 • Vigdís Heiðrún sýnir ljósmyndir í Listagjánni

  Vigdís Heiðrún sýnir ljósmyndir í Listagjánni

  Vigdís Heiðrún Viggósdóttir sýnir ljósmyndir í Listagjá Bókasafns Árborgar í febrúar. Hún er búsett í Grindavík en fædd á Skagaströnd. Hún er að útskrifast úr Ljósmyndaskólanum núna í febrúar. Sérían heitir Samruni, en í henni varpar hún fram á myndrænan hátt ...

 • Ingibjörg Helga sýnir í Listagjánni í janúar

  Ingibjörg Helga sýnir í Listagjánni í janúar

  Ingibjörg  Helga Guðmundsdóttir sýnir í Listagjá Bókasafns Árborgar í janúar, sýninguna nefnir hún Geislabrot. Hér sýnir hún brot af verkum sínum síðan 1980 en þá stofnaði hún ásamt fleirum Myndlistarfélag Árnessýslu.  Þetta eru mest vatnslitamyndir, grafík og ...