Vísinda Villi kemur í heimsókn

visinda-villi

Í tengslum við Barnabókahátíð Bókabæjanna austanfjalls, sem haldin verður þann 21. og 22. október næstkomandi, kemur Vísinda Villi í heimsókn í Bókasafn Árborgar á Selfossi og les upp úr bókum sínum ásamt því að kynna börnunum töfraheim vísindanna.

Hvetjum alla til að koma og hlusta á Villa föstudaginn 21. október kl. 15:00

Laugardaginn 22. október verður Barnabókahátíðinn siðan framhaldið í Hveragerði en kl. 13:15 verður skrúðganga frá Bókasafninu í Hveragerði, í Sunnumörk, undir stjórn skátafélagsins Stróks í Hveragerði. Hátíðardagskrá hefst síðan kl. 13:30 í sal Grunnskólans þar sem sýndur verður frumsaminn leikþáttur; Spakk og Hakkettí í flutningi 7. bekkjar GÍH. Tónlistaratriði verður í höndum Dagnýjar Höllu Björnsdóttur en hún ætlar að spila á gítar og syngja með börnunum og smiðjur fyrir skapandi börn verða opnaðar. Í smiðjunum verður börnunum boðið upp á að endursegja sögur, mála með fingramálningu, lesa í lestrarhorni – eða láta lesa fyrir sig og búa til skúlptúra úr bókum ásamt því að leysa léttar þrautir.

Boðið verður upp á kleinur og kaffi ásamt ávaxtadrykkjum fyrir börnin og aðra þá sem ekki drekka kaffi. Foreldrar og aðrir aðstandendur eru boðnir velkomnir á hátíðina með börnunum.

Barnabókahátíð Bókabæjanna austanfjalls er ætlað að auka áhuga barna á lestri sér til skemmtunar og stuðla að yndislestri þeirra með því að styrkja læsi og örva lestrarvenjur. Mikilvægt er að börn missi ekki af þeirri ævintýraveröld sem bækur geta boðið upp á.

bbh2016

Hvetjum alla til að mæta í Hveragerði og taka þátt í Barnabókahátíðinni 🙂

Á döfinni

 • Vísinda Villi kemur í heimsókn

  Í tengslum við Barnabókahátíð Bókabæjanna austanfjalls, sem haldin verður þann 21. og 22. október næstkomandi, kemur Vísinda Villi í heimsókn í Bókasafn Árborgar á Selfossi og les upp úr bókum sínum ásamt því að kynna börnunum töfraheim vísindanna. Hvetjum alla til ...

 • Hún Kiddý okkar ætlar að koma á morgun kl. 16:30 og lesa fyrir börnin í sögustundinni. Hvetjum alla krakka til að láta sjá sig. Það er fátt betra en láta lesa fyrir sig þegar haustar að og dimma tekur. Foreldrar, afar og ömmur eru vitaskuld velkomin líka. Hlökkum til að ...

 • Lokanir vegna Landsþings!

  Upplýsing, félag starfsfólks bókasafna, heldur landsfund 29. og 30. september næstkomandi. Af þeim sökum verður LOKAÐ hjá okkur á bókasafninu  FIMMTUDAGINN 29. sept.  –  FÖSTUDAGINN 30. sept. OPNUM við klukkan 16:00 og höfum opið til klukkan 19:00. Í sárabætur ...

 • Bannaðar bækur.

  Nú er alþjóðleg vika bannaðra bóka og af því tilefni höfum við sett upp skemmtilega sýningu með nokkrum af þeim bókum sem hafa verið bannaðar í gegnum tíðina. Um leið og við óskum ykkur gleðilegrar bannaðra-bóka-viku bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin að koma og ...

 • Bókasafnsdagurinn!

  Í dag er Bókasafnsdagurinn! Af því tilefni höfum við sérmerkt nokkrar bækur sem við mælum með  og einnig höfum við sett upp bókamarkað með sérvöldum úrvalsbókum sem kosta flestar aðeins kr. 200.- Hlökkum til að sjá ykkur!