Endurspeglun í Listagjánni

Ísabella Leifsdóttir opnaði nýja myndlistarsýningu í Listagjánni í Bókasafni Árborgar á Selfossi þann 9. ágúst og stendur sýningin til 10. september.

Endurspeglun er sýning á speglum sem eru skreyttir með plastdóti sem var á leið í endurvinnslu. Dóti sem segir ýmislegt um hvað við veljum fyrir framtíðarkynslóðirnar. Speglarnir eru fallegir og eigulegir munir enda tilgangurinn að búa til verk sem fólk vill ekki henda í ruslið heldur halda upp á til að fegra heimilið sitt og til að minna sig á að velja vandlega í hvert sinn sem kortið er rétt fram til að kaupa eitthvað.

Þetta er sjötta einkasýning Ísabellu og eru tvær aðrar fyrirhugaðar næstkomandi vetur, í Borgarbókasafninu og Safnahúsi Skagfirðinga. 
Listmenntun Ísabellu snýr að tónlist, hún er með framhaldsháskólagráðu í óperu, en hefur stundað myndlist frá barnæsku þegar hún gekk í Myndlistarskóla Kópavogs.

Styrktaraðilar eru Uppbyggingarsjóður Suðurlands og Góði hirðirinn 

Á döfinni

 • Læsisdagatal Menntamálastofnunar

  Út er komið læsisdagatal Menntamálastofnunar. Læsisdagatal getur verið skemmtileg leið til að hvetja börn til lestrar í sumarfríinu. Sérfræðingar Menntamálastofnunar hafa unnið eitt slíkt foreldrum til stuðnings. Læsisdagatalið inniheldur fjölmargar spennandi leiðir að ...

 • Kiddý er komin í sumarfrí og þakkar kærlega fyrir veturinn!

  Kiddý er komin í sumarfrí og þakkar kærlega fyrir veturinn!

 • Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2017

  Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2017

  Handhafar barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2017 eru: Linda Ólafsdóttir fyrir myndskreytingu í Íslandsbók barnanna, Halla Sverrisdóttir fyrir þýðingu sína á Innan múranna og Ragnheiður Eyjólfsdóttir fyrir bestu frumsömdu bókina, Skuggasögu – Undirheima.

 • Tvöfalt gler eftir Halldóru Thoroddsen hlýtur verðlaun Evrópusambandsins 2017

  Tvöfalt gler eftir Halldóru Thoroddsen hlýtur verðlaun Evrópusambandsins 2017

  Rithöfundurinn Halldóra K. Thoroddsen hlýtur Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins í ár fyrir skáldsögu sína Tvöfalt gler (2016). Í bókinni leitar Halldóra á nýjar slóðir bæði í efnistökum og stíl, og veitir meðal annars innsýn í viðfangsefni sem sjaldan er fjallað um ...

 • Lestrarátak Ævars vísindamanns

  KRAKKAR – KRAKKAR – KRAKKAR!  Lestrarátak Ævars vísindamanns árið 2017 er hafið og stendur fram til 1. mars. Reglurnar eru mjög einfaldar og þeir sem verða dregnir út í mars fá í verðlaun að vera persónur í næstu bók Ævars sem fjallar um geimverur. Spennandi ...