Allir lesa – landsleikur í lestri

Allir lesa - landsleikur í lestri

Landsleikurinn „Allir lesa“ fór af stað á bóndadaginn 22. janúar s.l. og stendur yfir til 21. febrúar. Fyrsti leikurinn sló í gegn en lesnir klukkutímar  voru vel yfir 70.000. Þegar lestur var skoðaður  eftir búsetu sátu Vestmannaeyingar í efsta sæti en sveitarfélagið Árborg stóð sig einnig vel og hafnaði í 19. sæti af 74. Konur reyndust lesa töluvert meira en karlar en fróðlegt verður að sjá hvernig lesturinn dreifist í ár. Liðakeppnin skiptist í þrjá flokka: vinnustaðaflokk, skólaflokk og opinn flokk. Landsleikurinn er tilvalin leið til að hrista fólk saman og skemmta sér við lestur um leið og keppt er til sigurs. Hægt er að mynda lið með hverjum semer, til dæmis með vinnustaðnum, fjölskyldunni, leshringnum, saumaklúbbnum eða vinahópnum. Þáttakendur mynda lið og skrá lestur á vefinn allirlesa.is. Þau lið sem verja samanlagt mestum tíma í lestur standa uppi sem sigurvegarar. Í lokin eru sigurlið heiðruð með viðurkenningu og verðlaunum. Skáning liða fer fram á www.allirlesa.is

 

Á döfinni

 • Kiddý komin í frí

  Kiddý sem les fyrir börnin hér á bókasafninu er komin í mánaðarfrí frá og með fimmtudeginum 21. janúar. Við hlökkum til að sjá hana aftur um miðjan febrúar.

 • Óskir íslenskra barna

  Nú stendur yfir í Listagjánni ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna, sem er gjöf ljósmyndarans Ástu Kristjánsdóttur og Barnaheilla – Save the Children á Íslandi til barna á Íslandi. Ljósmyndirnar byggja á reynslusögum úr samtíma íslenskra barna sem hafa upplifað ...

 • Frestun á opnun sýningar!

  Af óviðráðanlegum orsökum frestast opnun sýningarinnar Óskir íslenskra barna, sem fyrirhuguð var á morgun, fram á miðvikudag. Hlökkum til að sjá ykkur þá

 • Jóla jóla

  Það var heldur betur jólalegt hjá okkur á Bókasafninu í morgun þegar félagar í Harmonikkufélaginu komu í heimsókn og spiluðu nokkur jólalög fyrir gesti og gangandi. Það var meira að segja svo gaman hjá okkur að annar starfsmaðurinn á vaktinni brast í dans með einum af ...

 • Star Wars

  Star Wars

  Bókasafnið tekur auðvitað þátt í Star Wars-æðinu. Hægt er að fá allar 6 Stjörnustríðsmyndirnar að láni hjá okkur. Tilvalið jólaáhorf og upprifjun.