Gísli Sigurðsson opnar sýningu í Listagjánni 23. apríl

Gísli Sigurðsson opnar sýningu í Listagjánni 23. apríl

Gísli Sigurðsson er fæddur 1931 í Vestmannaeyjum. Hann tók stúdentspróf frá MR 1954 og hélt síðan til Vínarborgar og nam þar efnafræði við Technische Hochschule. Eftir heimkomuna starfaði hann sem kennari  í Gagnfæðaskóla Selfoss og Fjölbrautarskóla Suðurlands í 40 ár. Hann hóf snemma að teikna og mála, aðallega teikna. Í Vínarborg komst hann í kynni við teppagerð og hefur búið til þó nokkur teppi þar sem saman fer ull, viður og málmur. Á seinni árum hefur hann frekar snúið sér að málverkinu, fyrst pastel en síðan olíunni. Hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og verður nú með sýningu á málverkum og teikningum í Listagjánni. Sýningin opnar á sumardaginn fyrsta, 23. apríl.

Á döfinni

 • Listagjáin lokuð í viku

  Listagjáin hjá okkur verður lokuð í viku (engin sýning) (13. – 18. apríl). Við ætlum að láta mála rýmið og verður það bjartara og  snyrtilegra fyrir vikið. Við minnum hins vegar á að í aðalsal bókasafnsins er sýning Fanndísar á munum úr gleri og keramiki sem ...

 • Páskaopnun

  Páskaopnun

  fimmtudagur (skírdagur) – Lokað föstudagurinn langi – Lokað laugardagur – Opið 11-14 sunnudagur (páskadagur) – Lokað mánudagur (annar í páskum) - Lokað

 • Fanndís sýnir muni úr gleri og keramiki

  Fanndís sýnir muni úr gleri og keramiki

  Fanndís Huld Valdimarsdóttir er fjölhæf listakona sem hefur unun af gömlu handverki og siðum. Keramik, glerperlugerð og glerblástur eru með elstu listformum sem finnast og blandar Fanndís þeim gjarnan saman við önnur listform. Fanndís hefur numið list sína víða, meðan annars ...

 • Hugarfar – sýning Grétu Berg í Listagjánni til 20. apríl

  Hugarfar - sýning Grétu Berg í Listagjánni til 20. apríl

  Hugarfar – sýning Grétu Berg er framlengd til 20. apríl.

 • Gunnar Gränz sýnir vatnslitamyndir

  Gunnar Gränz sýnir vatnslitamyndir

  Gunnar Gränz sýnir vatnslitamyndir í Listagjánni hjá okkur. Sýningin nefnist Ágrip í litum : fast form! Gunnar er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1932 en hefur búið á Selfossi frá árinu 1942. Hann hefur aldrei gengið í listaskóla, lítur á sig sem alþýðulistamann sem hefur ...