Listagjáin

Í Listagjánni stendur nú yfir sýning Helenu Rutar sem ber nafnið Form og Flæði. Áhugasvið Helenar í myndlist spannar mikla vídd og verkin sem hún sýnir í kjallaranum hjá okkur nú í júlí einkennast af abstrakt, línum og líflegri notkun lita.

Helena Rut er búsett á Selfossi en fædd í Vestmannaeyjum. Hún hefur stundað myndlist og hverskyns sköpun frá barnsaldri og sótti listnám í Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Við hvetjum ykkur til að kíkja í kjallarann og skoða verk Helenar á þessari fyrstu sýningu hennar.

 

Á döfinni

 • Listagjáin

  Í Listagjánni stendur nú yfir sýning Helenu Rutar sem ber nafnið Form og Flæði. Áhugasvið Helenar í myndlist spannar mikla vídd og verkin sem hún sýnir í kjallaranum hjá okkur nú í júlí einkennast af abstrakt, línum og líflegri notkun lita. Helena Rut er búsett á Selfossi ...

 • Gleðin í Sumarlestrinum heldur áfram!

  Það var ekki minna fjör í öðrum og þriðja tíma sumarlesturs þar sem framkvæmdar voru ýmsar vísindalegar tilraunir, gerðir geimhjálmar og fleira skemmtilegt.

 • Sumarlestur :)

  Fyrsti tími sumarlesturs var í gær. Öll met voru slegin hvað varðar þátttöku en um það bil 90 börn mættu á svæðið til að hitta Sólmyrkva Sævar sem sagði okkur nánast allt sem hann veit um himingeiminn. Mminnum á næsta tíma sem verður þann 15 .júní nk. kl. 11 ...

 • Litað með sólinni.

  Ewa Jolanta sýnir nú glerlist hjá okkur í Listagjánni. Ewa Jolanta Nieradko er fædd í Póllandi en hefur búið á Íslandi síðastliðin níu ár þar af síðustu sjö ár á Selfossi. Ewa hefur sótt námskeið í glerlist og brennir sjálf sín verk. Hún vinnur bæði ...

 • Sumaropnun!

  Nú er komið sumar hjá okkur á bókasafninu og við höfum breytt opnunartímanum 🙂 Fram til 1. september verður opið hjá okkur frá klukkan 10-18 alla virka daga og á laugardögum frá klukkan 11-14. Opnunartíminn á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur líka breyst þannig að á ...