Jólaglugginn

Jólaglugginn

Jólaglugginn okkar var opnaður 1. desember. Hann er glæsilegur að vanda, hannaður og föndraður af starfsfólki bókasafnsins. Nýjar bækur og heitt kaffi á könnunni. Verið ávallt velkomin! 

 

Á döfinni

 • Silfurskartgripir til sýnis og sölu

  Silfurskartgripir til sýnis og sölu

  Þórdís Þórðardóttir sýnir þessa dagana silfursmíði sína hjá okkur. Á sýningunni má sjá hálsmen, hringa og armbönd. Sýningin er sölusýning og stendur hún út nóvembermánuð. Skartið er í mismunandi stærðum og hvetjum við fólk til að koma og skoða og máta fallegu ...

 • Íslensk bók fær verðlaun Norðurlandsráðs

  Íslensk bók fær verðlaun Norðurlandsráðs

  Ungmennabókin Sölvasaga unglings eftir Arnar Má Arngrímsson hlýtur barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Við óskum Arnari Má innilega til hamingju með verðlaunin!  

 • Ljósmyndasýningin „Guð blessi Ísland“ í Listagjánni

  Ljósmyndasýningin „Guð blessi Ísland“ eftir Maríu Elínardóttur er til sýnis í Listagjánni núna í nóvember. María útskrifaðist með BA gráðu í ljósmyndun frá FAMU í Prag 2013 og vinnur nú að meistaragráðu við sama skóla.  

 • Vísinda Villi kemur í heimsókn

  Í tengslum við Barnabókahátíð Bókabæjanna austanfjalls, sem haldin verður þann 21. og 22. október næstkomandi, kemur Vísinda Villi í heimsókn í Bókasafn Árborgar á Selfossi og les upp úr bókum sínum ásamt því að kynna börnunum töfraheim vísindanna. Hvetjum alla til ...

 • Hún Kiddý okkar ætlar að koma á morgun kl. 16:30 og lesa fyrir börnin í sögustundinni. Hvetjum alla krakka til að láta sjá sig. Það er fátt betra en láta lesa fyrir sig þegar haustar að og dimma tekur. Foreldrar, afar og ömmur eru vitaskuld velkomin líka. Hlökkum til að ...