Sumarlestur 2019

Skráning í sumarlestur er hafin. Sendið póst á netfangið afgreidsla@arborg.is með upplýsingum um nafn, kennitölu og heimilisfang barns ásamt upplýsingum um netfang og símanúmer foreldra/forráðamanns. Einnig liggja þátttökublöð í afgreiðslu bókasafnsins.

Sumarlestur hefur verið haldinn í júní á hverju ári, frá árinu 1993, í Bókasafni Árborgar á Selfossi. Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 2. – 5. bekk þau mega vera yngri eða eldri en viðmiðið er að þau séu orðin stautfær í lestri.

Tveir hópar hafa verið í sumarlestri og hittast þeir einu sinni í viku þar sem börnin fá ýmist fræðslu eða skemmtun. Í hverri viku er dregið úr happdrætti þar sem börnin fá skemmtilega vinninga.
Sumarlesturinn endar með miklu fjöri í ratleik þar sem krakkarnir leita að vísbendingum og leysa þrautir.
Markmið sumarlestrar er að viðhalda lestrarhæfni barna yfir sumartímann, örva áhuga þeirra á lestri skemmtilegra bóka og tengja heimsókn á bókasafn við skemmtilegheit í huga barnanna.

Í sumar er þemað Risaeðlur
Sumarlesturinn hefst fimmtudaginn 6. júni k. 13:00 og þá mæta allir sem ætla að taka þátt í sumarlestrinum en síðan verður börnunum skipt upp í hópa fyrir og eftir hádegi eftir því hvað hentar. Fyrri hópurinn frá klukkan 11:00-12:00 og seinni hópurinn frá klukkan 13:00-14:00. Sumarlesturinn er alla fimmtudaga í júní frá og með 6. júní. 
Skráning í sumarlestur er nauðsynleg.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í sumarlestri bókasafnsins í júní!

Á döfinni

 • Klippt og skorið í Listagjánni

  Spennandi sýning listakonunnar Guðnýjar Guðmundsdóttur er í fullum gangi um þessar mundir í Listagjánni. Guðný hefur síðan 2006 stundað klippilist og safnar litauðugum myndabútum úr tímaritum. Hún hefur sérstaka aðferð í list sinni sem felst í röðun lita og blæbrigða ...

 • Ævi og störf Guðrúnar frá Lundi – kaffiboð

 • Lesstofan lokar um óákveðin tíma!

    Frá og með 15. janúar 2019 er Lesstofa Bókasafns Árborgar LOKUÐ um óákveðinn tíma. Við lofum að láta ykkur vita um leið og við getum opnað aftur.

 • ÞRJÁR KONUR, ÞRJÁR BÆKUR.

  Upplestur höfunda, á Bókasafni Árborgar – Selfossi,  27. nóvember næstkomandi frá klukkan 20:00 til 21:30. Þrír ólíkir rithöfundar sem kunna þá list að halda lesendum sínum föngnum. Bækur sem þú leggur ekki frá þér fyrr en að lestri loknum! ANDSTÆÐUR ...

 • Tækjaforritun fyrir börn 8-12 ára.

  Laugardaginn 17. nóvember, frá klukkan 11:30 til 13:30, býður Bókasafn Árborgar – Selfossi krökkum á aldrinum 8-12 ára að koma og taka þátt í Micro:bit tækjaforritun. Námskeiðið er unnið í samvinnu við https://www.facebook.com/SkemaEducation/ og er ...