Gréta Gísladóttir sýnir í Listagjánni

Gréta Gísladóttir sýnir í Listagjánni

Sýning Listagjárinnar í marsmánuði heitir Dagdraumar.
Það er Gréta Gísladóttir sem sýnir okkur verk sín en sýningin samanstendur af lagskiptum acrylmálverkum. Alveg frá því að Gréta man eftir sér hefur hún gleymt sér í eigin dagdraumum, í dag nýtir hún hugmyndaflæðið í myndefni.
Gréta hlaut m.a. menntun í myndlist frá Kunst- og håndværkjshöjskolen Engelsholm í Danmörku og Myndlistaskólanum á Akureyri.
Gréta er starfandi listamaður, búsett á Flúðum og hefur vinnustofu í Gamla fjósinu í Hruna.

Á döfinni

 • Sögustund með Kiddý kl. 10:30 alla fimmtudagsmorgna

  Sögustund með Kiddý kl. 10:30 alla fimmtudagsmorgna

 • Lestrarátak Ævars vísindamanns

  KRAKKAR – KRAKKAR – KRAKKAR!  Lestrarátak Ævars vísindamanns árið 2017 er hafið og stendur fram til 1. mars. Reglurnar eru mjög einfaldar og þeir sem verða dregnir út í mars fá í verðlaun að vera persónur í næstu bók Ævars sem fjallar um geimverur. Spennandi ...

 • Íslensk bók fær verðlaun Norðurlandsráðs

  Íslensk bók fær verðlaun Norðurlandsráðs

  Ungmennabókin Sölvasaga unglings eftir Arnar Má Arngrímsson hlýtur barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Við óskum Arnari Má innilega til hamingju með verðlaunin!  

 • Bannaðar bækur.

  Nú er alþjóðleg vika bannaðra bóka og af því tilefni höfum við sett upp skemmtilega sýningu með nokkrum af þeim bókum sem hafa verið bannaðar í gegnum tíðina. Um leið og við óskum ykkur gleðilegrar bannaðra-bóka-viku bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin að koma og ...

 • Allir hlæja á öskudaginn :)

  Það var líf og fjör á öskudaginn þegar alls kyns furðuverur kíktu inn og sungu fyrir starfsfólk Bókasafns Árborgar á Selfossi og fengu nammi eða popp að launum.