Lokanir vegna Landsþings!

Upplýsing, félag starfsfólks bókasafna, heldur landsfund 29. og 30. september næstkomandi. Af þeim sökum verður LOKAÐ hjá okkur á bókasafninu  FIMMTUDAGINN 29. sept.  –  FÖSTUDAGINN 30. sept. OPNUM við klukkan 16:00 og höfum opið til klukkan 19:00.
Í sárabætur bjóðum við vikulöng útlán á DVD diskum eða frá þriðjudegi til mánudags 🙂

Á laugardaginn er síðan opið eins og venjulega frá klukkan 11:0 til 14:00
Skilalúgan hjá okkur er hins vegar opin alla dagana 🙂

Á döfinni

 • Lokanir vegna Landsþings!

  Upplýsing, félag starfsfólks bókasafna, heldur landsfund 29. og 30. september næstkomandi. Af þeim sökum verður LOKAÐ hjá okkur á bókasafninu  FIMMTUDAGINN 29. sept.  –  FÖSTUDAGINN 30. sept. OPNUM við klukkan 16:00 og höfum opið til klukkan 19:00. Í sárabætur ...

 • Bannaðar bækur.

  Nú er alþjóðleg vika bannaðra bóka og af því tilefni höfum við sett upp skemmtilega sýningu með nokkrum af þeim bókum sem hafa verið bannaðar í gegnum tíðina. Um leið og við óskum ykkur gleðilegrar bannaðra-bóka-viku bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin að koma og ...

 • Bókasafnsdagurinn!

  Í dag er Bókasafnsdagurinn! Af því tilefni höfum við sérmerkt nokkrar bækur sem við mælum með  og einnig höfum við sett upp bókamarkað með sérvöldum úrvalsbókum sem kosta flestar aðeins kr. 200.- Hlökkum til að sjá ykkur!

 • Enginn venjulegur viðburður!

  Laugardaginn 27. ágúst næstkomandi verður enginn venjulegur laugardagur hjá okkur á bókasafninu því þá ætlum við að halda upp á að Elísabet Englandsdrottning varð níræð á árinu. Viðburðurinn hefst klukkan 13:30 þegar Guðrún Ásmundsdóttir mætir á safnið og ...

 • Sumar á Selfossi á bókasafninu.

  Sumar á Selfossi nálgast óðfluga og það veit á mikla grósku, hvort heldur sem er í mannlífinu eða listalífinu. Hér á bókasafninu er mikið um að vera því tvær sýningar opna hjá okkur í tilefni Sumars á Selfossi í dag klukkan 16:00. Sigurlín Grímsdóttir opnar sýningu ...