Mikið um að vera á bókasafninu, fimmtudaginn 19. nóvember

Næsta fimmtudag þann 19. nóvember verður mikið um að vera á bókasafninu. Við byrjum á því að fá hana Kiddý okkar í heimsókn kl. 16:30 þá les hún væntanlega einhverja jólalegar sögur fyrir börnin.

Síðan fáum við góðan gest Ásmund Friðriksson alþingismann og rithöfund. Hann er að gefa út bók um Hrekkjalómafélagið í Vestmanneyjum. Það verður örugglega glatt á hjalla þegar Ási mætir kl. 17 og spjallar við gesti og les upp úr bókinni sinni.

Jólaljósin verða svo tendruð á tröppunum hjá okkur kl. 18:00 og skátarnir gefa gestum og gangandi kakósopa og hver veit nema við eigum piparkökur til að auka á jólastemminguna.

gaeyewyÁsi1yryeruyer

Á döfinni

 • Mikið um að vera á bókasafninu, fimmtudaginn 19. nóvember

  Næsta fimmtudag þann 19. nóvember verður mikið um að vera á bókasafninu. Við byrjum á því að fá hana Kiddý okkar í heimsókn kl. 16:30 þá les hún væntanlega einhverja jólalegar sögur fyrir börnin. Síðan fáum við góðan gest Ásmund Friðriksson alþingismann og ...

 • Konur á vettvangi karla í Listagjánni

  Konur á vettvangi karla í Listagjánni

  Listagjáin í nóvember: Sýning frá Héraðsskjalasafni Árnesinga í tilefni af 100 ára kosningaréttar kvenna.      

 • Upplestur úr nýjum bókum

  Fimmtudaginn 12. nóvember kl. 18:00 koma tvær nýjar skáldkonur, Jenný Kolsöe og Ása Hafsteinsdóttir í heimsókn til okkar á bókasafnið og verða með upplestur úr bókum sínum. En báðar eru þær að gefa út bækur hjá Bókabeitunni fyrir jólin. Bækurnar koma báðar út um ...

 • Safnahelgi

  Nú er komið að safnahelgi og verður allt skreytt í anda Hrekkjavökunnar. Kjörið tækifæri til að kynna sér drauga- og hryllingssögur. Opið er 10-19 á föstudag og 11-14 á laugardag og eru allir velkomnir.  

 • Bangsadagurinn

  Alþjóðlegi bangsadagurinn er í dag 27.október. Við á bókasafninu erum með bangsamyndir til þess að lita inn í barnadeild og bangsabókamerki handa krökkunum. Einnig erum við með ókeypis útlán á bangsa dvd. Allir velkomnir að koma og njóta