Enginn venjulegur viðburður!

download (1)

Laugardaginn 27. ágúst næstkomandi verður enginn venjulegur laugardagur hjá okkur á bókasafninu því þá ætlum við að halda upp á að Elísabet Englandsdrottning varð níræð á árinu.

Viðburðurinn hefst klukkan 13:30 þegar Guðrún Ásmundsdóttir mætir á safnið og flytur leikþátt sem hún hefur samið og fjallar um Englandsdrottningu. Guðrún mun einnig kynna hina geysivinsælu bók Enginn venjulegur lesandi eftir Alan Bennett sem kom út á árinu. María Lovísa, fatahönnuður,  ætlar að kynna sína fallegu hönnun með tískusýningu. Við munum bjóða upp á gúrkusamlokur og fínan drykk að hætti Drottningar.

Taktu frá næsta laugardag því þetta er viðburður sem enginn má láta fam hjá sér fara.

Hlökkum til að sjá þig!

Á döfinni

 • Enginn venjulegur viðburður!

  Laugardaginn 27. ágúst næstkomandi verður enginn venjulegur laugardagur hjá okkur á bókasafninu því þá ætlum við að halda upp á að Elísabet Englandsdrottning varð níræð á árinu. Viðburðurinn hefst klukkan 13:30 þegar Guðrún Ásmundsdóttir mætir á safnið og ...

 • Sumar á Selfossi á bókasafninu.

  Sumar á Selfossi nálgast óðfluga og það veit á mikla grósku, hvort heldur sem er í mannlífinu eða listalífinu. Hér á bókasafninu er mikið um að vera því tvær sýningar opna hjá okkur í tilefni Sumars á Selfossi í dag klukkan 16:00. Sigurlín Grímsdóttir opnar sýningu ...

 • Listagjáin

  Í Listagjánni stendur nú yfir sýning Helenu Rutar sem ber nafnið Form og Flæði. Áhugasvið Helenar í myndlist spannar mikla vídd og verkin sem hún sýnir í kjallaranum hjá okkur nú í júlí einkennast af abstrakt, línum og líflegri notkun lita. Helena Rut er búsett á Selfossi ...

 • Gleðin í Sumarlestrinum heldur áfram!

  Það var ekki minna fjör í öðrum og þriðja tíma sumarlesturs þar sem framkvæmdar voru ýmsar vísindalegar tilraunir, gerðir geimhjálmar og fleira skemmtilegt.

 • Sumarlestur :)

  Fyrsti tími sumarlesturs var í gær. Öll met voru slegin hvað varðar þátttöku en um það bil 90 börn mættu á svæðið til að hitta Sólmyrkva Sævar sem sagði okkur nánast allt sem hann veit um himingeiminn. Mminnum á næsta tíma sem verður þann 15 .júní nk. kl. 11 ...