Sumarlestri lokið!

Sumarlestri Bókasafns Árborgar á Selfossi, fyrir börn á aldrinum 7-10 ára, lauk í vikunni með miklu fjöri í ratleik.

Metþátttaka var í sumarlestrinum í ár, en ríflega 100 börn skráðu sig til leiks. Þemað að þessu sinni var Ofurhetjur og var barnadeild bókasafnsins skreytt í hólf og gólf með ofurhetjum og öllu sem að þeim snýr.

Við á bókasafni Árborgar viljum þakka þeim fjölda barna sem tók þátt í ár og hlökkum til að sjá sem flest aftur næsta sumar.

Skreytingarnar í barnadeildinni koma til með að standa áfram fram eftir sumri og bjóðum við alla hjartanlega velkomna að skoða hjá okkur dýrðina. 

 

Á döfinni

 • Sumarlestri lokið!

  Sumarlestri Bókasafns Árborgar á Selfossi, fyrir börn á aldrinum 7-10 ára, lauk í vikunni með miklu fjöri í ratleik. Metþátttaka var í sumarlestrinum í ár, en ríflega 100 börn skráðu sig til leiks. Þemað að þessu sinni var Ofurhetjur og var barnadeild bókasafnsins ...

 • Lengri helgaropnun á Selfossi í sumar!

  Við höfum lengt sumaropnunartíma okkar á Selfossi um helgar! Laugardagar 9-16 Sunnudagar 9-15  

 • Ofurhetjur í sumarlestri

  Undirbúningur fyrir sumarlestur er nú í fullum gangi. Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 2. – 5. bekk, þau mega vera yngri eða eldri en viðmiðunin er að þau séu orðin stautfær í lestri. Tveir hópar hafa verið í sumarlestri og hittast þeir ...

 • Ljósmyndasýning Magnúsar Karels í Listagjánni

  Miðbærinn söguleg byggð. Magnús Karel Hannesson er fæddur á Eyrarbakka árið 1952. Hann fór snemma að hafa áhuga á ljósmyndun og hefur tekið mikið magn ljósmynda bæði af fólki og umhverfi á Eyrarbakka. Gamla götumyndin á Eyrarbakka er helsta sögumerki þorpsins. Þar er ...

 • Vorverkin í garðinum 20. apríl