UNTraditional sýning í Listagjánni í október

Artur Futyma er listamaður menningarmánaðarins október í Listagjánni. 

„UNTraditional“ er blanda af hefðbundnum og óhefðbundnum verkum í tví- og þrívídd unnin með stafrænum hugbúnað eins og Photoshop eða Blender. Helsta ástæða Arthurs fyrir blöndun þessa tveggja heima er þörfin á að leita. Artur laðar áhorfendur nær verkum sínum með ástríðu sinni á smáatriðum. Verk: akríl á striga, stafrænar myndir á pappír. Öll verkin eru undirrituð og prentuð af Artur Futyma.

Sýningin opnar fimmtudaginn 4. október klukkan 17:00 og stendur yfir til 27. október. Hún er staðsett í Listagjá Bókasafns Árborgar Selfossi og er sölusýning. Allir velkomnir!