Guðlaugur A. Stefánsson sýnir í listagjánni til 7. október

Listamaður septembermánaðar í Listagjánni er Guðlaugur A. Stefánsson. Guðlaugur er fæddur og uppalin á Skriðu í Breiðdal og bera landslagsmyndir hans náttúru heimahaganna fagurt vitni. Guðlaugur er frístundamálari en hefur sótt námskeið til Veru Sørensen. Sýning stendur til 7. október nk og öllum er hjartanlega velkomið að kíkja í kjallarann – enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni. 
Hlökkum til að sjá ykkur.